Áhugasviðssmiðja

Börnin í 1. bekk horfðu hugfangin á skilaverkefni úr áhugasviðssmiðju í unglingadeild.  Í áhugsviðssmiðju velja nemendur í unglingadeild hvað þeir vilja læra. Þeir velja viðfangsefni, setja sér markmið og gera vinnuáætlun um efnistök og skil.  

Það voru þær Ester Elfa og Kristel Ýr sem buðu nemendum í 1. bekk á skilastund á verkefninu sínu; Heimsins bestu súkkulaðismákökur. Þær völdu að gera myndband í iPad um hvernig maður gerir heimsins bestu súkkulaðismákökur. Markmiðið sem þær settu sér var að læra að vera sjálfstæðar í eldamennskunni og búa til kennslumyndband þar sem sýnt er hvernig á að baka þessar tilteknu kökur. Þær sýndu nemendum í 1. bekk myndbandið og buðu þeim síðan að smakka á kökunum. Börnin voru alsæl og ánægð með þessa stund. Komnar myndir í myndaalbúm.