Allt á kafi í snjó

Það var gaman að mæta í skólann í morgun og sjá allt á kafi í snjó. Snjórinn var þó aðeins að stríða okkur í skólaakstrinum. Víða var þungfært og erfitt fyrir skólabílana að komast leiðar sinnar. Það tekur tíma að ryðja allan þennan snjó og sú vinna er í fullum gangi. Fyrir áhugasama má geta þess að mesti jafnfallni snjór á landinu mældist á Neðra -Skarði í Hvalfjarðarsveit aðfaranótt sunnudagsins, samtals 63 cm og muna elstu menn varla eftir öðru eins fannfergi á svo stuttum tíma. Snjórinn vakti hins vegar mikla kátínu hjá nemendum skólans eins og sjá má á myndum í myndaalbúmi sem teknar voru í útiíþróttatíma á yngsta stigi í dag.