- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það vakti gríðarlega lukku verkefnið sem nemendur á miðstigi fóru í eftir hádegi í gær. Krakkarnir tóku þátt í alþjóðlegu verkefni sem kallast Hour of code sem hátt í 200 milljónir einstaklinga hafa nú þegar prófað í heiminum. Tæplega 200.000 skólar víðsvegar í heiminum hafa tekið þátt í verkefninu og er Heiðarskóli einn af mörgum skólum á Íslandi sem tekur þátt. Markmið verkefnisins er að kynna tölvuvísindin (e. Computer science) fyrir fólki á einfaldan og skemmtilegan máta. Krökkunum þótti þetta virkilega skemmtilegt og greinilegt að forritun er komin til að vera hjá okkur í Heiðarskóla.