Árshátíð Heiðarskóla

Við þökkum öllum sem sáu sér fært að mæta á Árshátíð Heiðarskóla í gær innilega fyrir komuna. Nemendur í 4. og 5. bekk sýndu leikritið Eurovision frestað og nemendur í 8. - 10. bekk sýndu leikritið Sirka Sirkus. Það var mál manna að sýningarnar hefðu verið skemmtilegar og börnin staðið sig mjög vel. Línuhappadrættið var á sínum stað og girnilegt kaffihlaðborð í boði foreldra barna í 7. - 10. bekk. Kærar þakkir fyrir skemmtilega samverustund og stuðninginn en allur ágóði sýningarinnar rennur í Ferðasjóð Nemendafélags Heiðarskóla.