- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Árshátíð Heiðarskóla var haldin með pompi og prakt í gær. Það var mikil gleði með árshátíðina enda höfum við ekki náð að halda árshátíð síðan 2019. Húsið fylltist af fólki og almenn ánægja var með góða samverustund þar sem nemendur fengu að njóta sín. Að þessu sinni voru það nemendur í 3. - 7. bekk sem fluttu einstaklega skemmtileg atriði. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 3. bekk flytja tónlistaratriði. Eftir sýningu buðu foreldrar nemenda í 7. - 10. bekk upp á rausnarlegt árshátíðarhlaðborð með girnilegum veitingum. Starfsfólk og nemendur Heiðarskóla þakka öllum kærlega fyrir komuna og stuðninginn en allur ágóði af árshátíðinni rennur í ferðasjóð Nemendafélagsins.