Árshátið Heiðarskóla

Árshátíð Heiðarskóla var haldin í gær. Nemendur í 3. - 7. bekk fluttu söngleikinn "Besta atriðið". Söngleikurinn fjallaði um nemendur sem tóku þátt í hæfileikakeppni og allir vildu vera með besta atriðið og fóru að rífast. Allt fór þó vel að lokum og nemendur ákváðu að vera góðir vinir og syngja saman lokalagið. Þá mætti óvæntur leynigestur í hús sem vakti mikla lukku, Jón Jónsson, söngvari. Hann tók  nokkur lög með nemendum og salnum. Þökkum honum kærlega fyrir komuna og mikið stuð. 

Línuhappadrættið var á sínum stað ásamt veglegu árshátíðarhlaðborði í boði foreldra í 7. - 10. bekk.

Nemendafélag Heiðarskóla þakkar öllum kærlega fyrir komuna og stuðninginn. Allur ágóði af sýningunni rennur í ferðasjóð Nemendafélagsins.