Árshátíð Heiðarskóla

Árshátíð Heiðarskóla var haldin s.l. fimmtudag og mikið erum við stolt af frammistöðu nemenda. Allir tóku þátt á sínum forsendum í fjölmenningarlegri sýningu þar sem þemun voru tónlist, söngur og dans. Kynnt var á íslensku og spænsku og táknmál var hluti af lokaatriðinu. Nýr flygill var vígður ásamt DJ búri sem var hannað og smíðað af 3 handlægnum og útsjónarsömum nemendum í unglingadeild. Fjölmennt var á sýningunni og við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og stuðninginn en allur ágóði sýningarinnar rennur í ferðasjóð Nemendafélagsins. Nemendur og starfsmenn eru nú komnir í kærkomið páskaleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 3. apríl.