- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Mjög fjölmennt var á Árshátíð Heiðarskóla í gær. Krakkarnir á miðstigi fluttu leikritið „Ævintýraruglingur“ við mikinn fögnuð áhorfenda enda skemmtilegt leikrit þar sem ruglað var með ævintýraheiminn út í eitt. Unglingadeildin flutti söngleikinn „Í fylgd með fullorðnum“ einnig við mikinn fögnuð áhorfenda. Söngleikurinn er frumsaminn og fjallar um vangaveltur unglinga um lífið og tilveruna og vanhæfa foreldra sem eru kannski ekki svo vanhæfir þegar upp er staðið. Árshátíðinni lauk með glæsilegu kaffihlaðborði í boði foreldra í 7. - 10. bekk og línuhappadrættið var á sínum stað. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá Árshátíðinni. Nemendur og starfsfólk Heiðarskóla þakka öllum kærlega fyrir komuna.