- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær fengum við góða gesti í heimsókn á vegum List fyrir alla. Þeir sýndu Stafhópi úr Skýjaborg og börnunum í 1. - 4. bekk óperuna Baldursbrá eftir þá Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson. Tónlistin í óperunni byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum, rímnalögum og þulum, en einnig bregður fyrir rappi og fjörlegum dönsum. Fjóla Nikulásdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Svavar Jósefsson sáu um sönginn og Hrönn Þráinsdóttir spilaði á hljómborð. Börnin horfðu og hlustuðum með athygli á óperuna og höfðu gaman af. Við þökkum listamönnunum kærlega fyrir komuna og skemmtilega sýningu.