Baráttudagur gegn einelti

Í dag var baráttudagur gegn einelti. Í tilefni dagsins var farið í samvinnuverkefni í Heiðarskóla þar sem nemendur og starfsmenn tóku þátt. Hver og einn skreytti púsl sem síðan var raðað upp í eitt stórt myndverk. Markmið verkefnsins er að draga fram með myndrænum hætti að við erum öll hluti af einni heild og getum öll passað saman þó að við séum ólík. Við eigum öll að fá að tilheyra. Á meðfylgjandi mynd má sjá afrakstur dagsins. Listaverkið á væntanlega eftir að stækka þar sem það náðu ekki allir að hengja upp í dag.