- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fengu nemendur á miðstigi góðan gest í heimsókn í tengslum við Barnamenningarhátíð. Áslaug Jónsdóttir, rithöfundur, uppalin í Melaleiti í Melasveit, hitti nemendur og sagði þeim frá bókunum sínum. Miðstig Heiðarskóla tekur þátt í Barnamenningarhátíð þetta árið. Áslaug hafði orð á því að það hefði verið gaman að hitta nemendur Heiðarskóla, þeir hefðu verið áhugasamir og hlustað af athygli. Við þökkum Áslaugu kærlega fyrir komuna.