Barnamenningarhátíð

Þessa dagana taka nemendur okkar á miðstigi þátt í barnamenningarhátíð. Hátíðin var sett við Tónlistarskólann á Akranesi í gærmorgun þegar nemendur af miðstigi Heiðarskóla, Grundaskóla og Brekkubæjarskóla dönsuðu fyrir gesti. Að því loknu voru þrjár sýningar þessara barna opnaðar á bókasafninu, í tónlistarskólanum og í Guðnýjarstofu. Hópurinn borðaði síðan saman á Galító. Heiðarskólanemendur nýttu tækifærið og kíktu líka í heimsókn í Brekkubæjarskóla og Landmælingar Íslands þar sem þeir fengu góðar móttökur.