- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Við í Heiðarskóla ætlum að fara að blogga um bækur og erum reyndar byrjuð þar sem einn nemandi í 10. bekk er búinn að setja inn fyrstu færsluna. Í sameiningu ætlum við að fjalla um bækur og bókmenntir frá ýmsum hliðum. Þetta gæti orðið skemmtilegt og spennandi verkefni og vonandi munu sem flestir taka þátt, hvort sem um er að ræða börn, unglinga eða fullorðna, nemendur eða starfsfólk. Ykkur aðstandendum er einnig velkomið að senda inn gestablogg.
Hér er slóðin á bloggið okkar: https://jonella9.wixsite.com/website
Tilgangurinn með bókablogginu er fyrst og fremst sá að auka áhuga nemenda á lestri bóka, víkka út lestraráhugasvið þeirra og hafa fyrir þeim góðar lestrarfyrirmyndir.
Verið alltaf velkomin í heimsókn! Það er auðvelt að gerast áskrifendur að bókablogginu með því að fylla út nafn og netfang neðarlega á síðunni og smella svo á Submit.