Bókakynning

Í dag voru nemendur á miðstigi með bókakynningu fyrir nemendur á yngsta stigi. Þau sögðu frá fjölbreyttum bókum sem þau hafa lesið og kynnt sér. Bókakynningin er hluti af verkefnavinnu tveggja kennara sem eru á námskeiði sem fjallar um hvernig hægt er að vekja upp áhugahvöt nemenda á lestri bóka. Skemmtilegt verkefni sem við vonum að gagnist öllum vel.