- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Það var líf og fjör í unglingadeildinni í gær þegar stelpurnar tóku sig til og ákváðu að gleðja strákana á Bóndadeginum. Þær byrjuðu á að fara með þá út í þrautaleik og buðu síðan upp á girnilegar kökur, djús og afhentu þeim rósir í tilefni dagsins. Strákarnir voru hæst ánægðir með framtak stelpnanna og aldrei að vita nema þeir eigi eftir að endurgjalda það í kringum konudaginn.