Búningadagur í Heiðarskóla

Það var mikið fjör í Heiðarskóla í dag þegar alls kyns kynjaverur mættu í hús. Dagurinn byrjaði á morgunsöng þar sem sungin voru lögin Nú er úti Norðanvindur, Kátir voru karlar og A-Ö of Iceland. Í framhaldinu var svo hvert og eitt stig með alls kyns uppbrot og skemmtilegheit t.d. bíó, dans, limbó, leiki, spil, popp og djús. Á meðfylgjandi mynd má sjá yngsta stig stilla sér upp fyrir framan myndavélina í dag.