- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag var smásagan Pissupásan eftir Ævar Þór Benediktsson frumflutt á RÚV til að halda upp á Dag barnabókarinnar. Nemendur Heiðarskóla hlustuðu á söguna og unnu verkefni upp úr henni. Á hverju ári á degi barnabókarinnar er ný íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins. IBBY samtökin á Íslandi skipuleggja þennan viðburð.Tilgangurinn er að fagna degi barnabókarinnar með notalegri sögustund og vekja um leið athygli á sameiningarmætti skáldskaparins. Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin í 1. og 2. bekk hlusta á söguna.