Dagur íslenskrar náttúru

Veðrið lék við okkur í dag á Degi íslenskrar náttúru. Börnin í 1. og 2. bekk heimsóttu vini sína í Skýjaborg og voru viðstödd afhendingu Grænfánans sem þar fór fram í þriðja sinn. Takk fyrir góðar móttökur, alltaf gaman og gott að koma í Skýjaborg. Nemendur í 3. - 5. bekk heimsóttu Stjórnsýsluhúsið þar sem Skúli sveitastjóri tók á móti hópnum og fræddi krakkana um umhverfismál, hópnum var boðið upp á kleinur og safa. Takk fyrir góðar móttökur. Börnin í yngri bekkjum skólans gengu síðan frá Melahverfi í Álfholtsskóg. Nemendur í 6. - 10. bekk gengu frá Laxárbökkum, fyrir Lambhaganesið og upp með Urriðaánni í Furuhlíð. Í hádeginu voru grillaðir hamborgarar á grilli Skógræktarfélagsins en þar fengum við að nýta okkur þeirra aðstöðu. Dásamlegur dagur í alla staði.  Nokkrar myndir eru komnar inn á heimsíðuna. Þess má geta að lögreglan í Borgarnesi aðstoðaði nemendur skólans við að komast yfir þjóðveg 1 í gönguferðum dagsins og færum við þeim bestu þakkir fyrir.