- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla héldu upp á Dag íslenskrar náttúru í Álfholtsskógi í dag. Veðrið lék við okkur og börnin unnu fjölbreytt og skemmtileg verkefni. Unglingar fóru t.d. í skemmtilegt ljósmyndamaraþon, nemendur á miðstigi spáðu í náttúruhugtök og tilfinningar og nemendur á yngsta stigi fóru í gönguferð, frjálsan leik og bingó. Auk þess stóð öllum til boða að grilla brauð, mæta á söngstöð og syngja lög og leika í skóginum. Í hádeginu var boðið upp á grillaða hamborgara. Dagurinn var í alla staði vel heppnaður og ekki annað að sjá en flestir væru að njóta sín í þessu dásamlega umhverfi. Færum Skógræktarfélaginu bestu þakkir fyrir afnotin af Furuhlíð og veruna í Álfholtsskógi.