- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Dagur íslenskrar náttúru var á mánudaginn og af því tilefni fór skólastarfið alfarið fram í Álfholtsskógi. Nemendur og starfsmenn nutu íslenskrar náttúru í dásamlegu umhverfi í alls kyns skemmtegum leikjum og verkefnum. Í hádeginu voru grillaðir hamborgar sem vöktu mikla lukku. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkur börn af yngsta stigi að leika sér með efniviðinn í skóginum.