Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag og af því tilefni fór skólastarfið fram í Brynjudal. Lagt var í hann með rútum strax eftir morgunmat í hávaðaroki og keyrt inn í Brynjudal, þar er mjög gott skjól og enginn varð var við rokið. Nemendahópnum var skipt í fjóra aldursblandaða hópa og fór hver hópur á fjórar stöðvar; þrautastöð, listastöð, göngustöð og matarstöð. Nemendur voru vel nestaðir og var ýmislegt skemmtilegt gert. Krakkarnir fóru í þrautabraut, gönguferð og leiki. Einnig fengu þeir að kveikja varðeld, grilla pylsur í grillbrauði, hita vatn í kakó, tálga, gera listaverk og leika sér. Allir nutu sín í skóginum í Brynjudal enda er þar einstaklega góð aðstaða til útivistar.