- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Dagur íslenskrar náttúru var þann 16. september sl. Af því tilefni fór skólastarf Heiðarskóla fram í Álfholtsskógi. Nemendur og starfsmenn fengu svo sannarlega að njóta náttúrunnar í blíðskaparveðri. Nemendur á hverju stigi unnu alls kyns verkefni, miðstigið málaði m.a. á steina gullmola, unglingastigið fór í myndarallý og yngsta stigið fór í gönguferð og fékk að leika með náttúrlegan efnivið. Í hádeginu var boðið upp á grillaða hamborgara. Við nýttum tækifærið við góðar aðstæður og tókum andlitsmyndir af nemendum sem verða fljótlega uppfærðar í námsumsjónarkerfinu okkar, mentor. Það sem stendur þó upp úr eru ánægðir nemendur og góð og skemmtileg samskipti þeirra á milli.