Dagur íslenskrar náttúru

Segja má að allir dagar séu dagar íslenskrar náttúru en 16. september ár hvert er haldið sérstaklega upp á daginn. Í tilefni dagsins var hefðbundið skólastarf brotið upp í skólanum og nemendur unnu alls kyns verkefni inni og úti sem tengdust náttúrunni á einhvern hátt. Í myndaalbúm eru komnar myndir.