Dagur íslenskrar tungu

Þann 16. nóvember ár hvert er Dagur íslenskrar tungu, þetta árið ber hann upp á laugardag og því héldum við upp á daginn í dag. Tveir rithöfundar heimsóttu okkur þau Eva Rún Þorgeirsdóttir (Lukka og hugmyndavélin) og Sævar Helgi Bragason (Stjörnu-Sævar) en þau töluðu á skemmtilegan hátt um ímyndunaraflið og töframátt bóka. Við þökkum þeim Evu Rún og Sævari Helga innilega fyrir skemmtilegt erindi og óskum öllum til hamingju með Dag íslenskar tungu.