- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í tilefni af Degi íslenskrar tungu var ýmislegt gert í Heiðarskóla í dag. Hvert og eitt teymi gerði deginum hátt undir höfði með margvíslegum og fjölbreyttum verkefnum. T.a.m. var hlustað á íslensk lög og orðbragð. Í námshópum voru spilastundir, stöðvavinna, "pub quiz" og áhersla var lögð á að tala íslensku í dag. Nemendur í 3. bekk fara í heimsókn í Skýjaborg á morgun og lesa upp fyrir leikskólabörn og nemendur í 7. bekk hófu undirbúning fyrir stóru upplestrarkeppnina. Í tilefni af deginum fáum við rithöfundinn Bjarna Fritzson í heimsókn til okkar 7. desember n.k.