Dagur læsis og bókasafnsdagurinn

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta. Bókasafnsdagurinn er einnig í dag, hann er haldinn á alþjóðlegum degi læsis. Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla héldu upp á daginn með sameiginlegri lestrarstund í fyrsta tíma í morgun. Þar áttum við saman gæðastund og lásum öll saman.