Dagur stærðfræðinnar

Í dag héldum við upp á dag stærðfræðinnar í Heiðarskóla. Ýmislegt var gert, nemendur á yngsta stigi fengu til að mynda að velja sér alls kyns verkefni í fjölbreyttri stöðvavinnu. Ekki var annað að sjá en nemendur væru að njóta samveru og hafa gagn og gaman af stærðfræðináminu. 

Löng hefð er fyrir því að gera stærfræðinámi hátt undir höfði á Íslandi fyrsta föstudag í febrúar á degi stærðfræðinnar. Framvegis  verður breyting á þar sem ákveðið hefur verið að dagur stærðfræðinnar á Íslandi verði framvegis á alþjóðlega Pí deginum, þann 14. mars.