Dagur umhverfisins

Í dag var haldið upp á dag umhverfisins í Heiðarskóla. Við hófum daginn á umhverfisráðstefnu. Umhverfisnefnd skólans hélt stutt erindi um hvað við getum gert til að fara vel með jörðina. Sævar Helgi Bragason hélt í framhaldinu erindi um umhverfismál. Eftir ráðstefnu unnu allir nemendur verkefni um hnattrænt jafnrétti, hreinsuðu rusl í nærumhverfinu og nutu þess að vera úti í góða veðrinu. Hádegisverðurinn var ekki af verri endanum; girnilegir grillpinnar og maísstönglar með. Uppvaskið fór fram utandyra.