Dagur umhverfisins

Þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi vegna COVID-19 létu nemendur það ekki á sig fá og hreinsuðu í dag nærumhverfi skólans í tilefni af degi umhverfisns sem er á morgun, 25. apríl. Það er alltaf góð tilfinning þegar búið er að hreinsa og gera fínt í nærumhverfinu. Nemendur stóðu sig vel og fundu töluvert af alls kyns eftir veturinn.