Dagur umhverfisins

Í dag hélt Heiðarskóli upp á Dag umhverfisins. Allir nemendur skólans fóru í vettvangsferð í Hafnarskóg. Yngsta- og miðstig héldu sig við fjöruna í strekkingsvindi, sól og kulda, skoðuðu lífríkið og náttúruna. Þó kalt væri fundu margir sér einstaka upplifun og höfðu gaman af. Ánægjulegt er að segja frá því að lítið rusl fannst á svæðinu en til stóð að plokka.

Unglingar gengu frá Hótel Hafnarfirði að Höfn og fundu eitthvað rusl á leiðinni og tóku með sér. Samtals gengu unglingar 7,5 km og þurftu m.a. að koma sér yfir á. Sumir létu sig vaða í skónum en aðrir fóru aðra leið og komust þurrir í rútuna.