Dagur umhverfisins

Umhverfisráðstefna Heiðarskóla var haldin í morgun. Við fengum góða gesti sem fluttu stutt erindi um mál sem tengjast umhverfismennt. Umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar sagði frá fjölnota pokum sem sveitarfélagið er að vinna í fyrir íbúana, Gísli Gíslason kom og kynnti rafbíla og Ólafur frá Íslenska gámafélaginu kynnti verðmætin í sorpinu. Umhverfsnefnd Heiðaraskóla var líka með erindi um orkunotkun á heimilum. Við þökkum öllum þessum aðilum fyrir fróðleg og skemmtileg erindi. Eftir ráðstefnuna fengu nemendur að skoða rafmagnsbíla, þeir hreinsuðu nærumhverfið, fóru í ýmis námsverkefni og léku sér. Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá umhverfisdeginum.