Dagur umhverfisins

Mánudaginn 25. apríl n.k. er Dagur umhverfisins. Eins og undanfarin ár verður umhverfisráðstefna í skólanum og að þessu sinni verður hún tileinkuð fjörum. Ráðstefnan hefst klukkan 8:20 og reikna má með að henni verði lokið klukkan 9:20. Umhverfisnefnd Heiðarskóla verður með innlegg, Tómas J. Knútson frá Bláa hernum flytur erindi um fjöruhreinsanir og fulltrúi frá Umhverfisstofnun kynnir fyrir okkur Grunnafjörðinn, lífríkið og Ramsarsamþykktina. Ráðstefnan er öllum opin og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Eftir ráðstefnu fara allir nemendur skólans í Grunnafjörð og skoða lífríkið, njóta náttúrunnar og hreinsa fjöruna. Frímínútur og matartímar renna inn í skólastarfið þennan dag og þar sem við verðum mest megnis úti og ekki með aðgang að innirými verður heimkeyrsla klukkan 13:20.