- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Dagur umhverfisins hófst á velheppnaðri ráðstefnu þar sem Júlíanna Hafberg gestafyrirlesari hélt áhugavert erindi um hvað hver og einn getur gert til að nýta, laga, gefa og nota fötin sín betur. Í framhaldinu kynntu fulltrúar úr umhverfisnefnd Heiðarskóla nokkrar staðreyndir sem tengjast fataframleiðslu í heiminum - þeir bentu m.a. á mikilvægi þess að kaupa og nota föt úr náttúrulegum hráefnum. Eftir ráðstefnu fóru námshóparnir í heimstofur og unnu verkefni eða fengu frekari fræðslu um hvað hver og einn getur gert til að nýta fötin sín betur náttúrunni til heilla. Að því loknu fóru allir hópar út og hreinsuðu og snyrtu nærumhverfið okkar. Það hlýtur að teljast gleðiefni að einhverjir höfðu orð á því að minna rusl hefði fundist en áður. Í hádegismat sem fór fram utandyra í blíðskaparveðri voru ljúffengir grillpinnar og meðlæti. Eftir hádegisverð skoðaði yngsta stigið Tannakotslækinn og mið- og unglingastig fór niður að Leirá.