Dagur umhverfisins í Heiðarskóla

Miðvikudaginn 25. apríl s.l. gerðum við degi umhverfisins góð skil í alls kyns verkefnum. Dagurinn hófst á umhverfisráðstefnu þar sem Umhverfisnefnd skólans kynnti nýjar flokkunartunnur, skilti um bann við lausagöngu bifreiða við skólann og hvaða verðmæti felast óskilamunum. Ráðstefnugestum kom saman um að í einum litlum plastpoka væri andvirðið rúmlega 50.000 kr. 

Eftir ráðstefnuna fóru allir út að tína rusl, sópa og gera fínt. Dagurinn var rafmagnslaus og því var eldað og vaskað upp utandyra. Einstaklega góðir grillpinnar ásamt góðu meðlæti voru í matinn. Krakkarnir fóru líka í alls kyns útinám og drukku nesti úti í náttúrunni. Í myndaalbúm skólans eru komnar skemmtilega myndir frá degi umhverfisins.