- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Dagur umhverfisins er í dag og af því tilefni fór skólastarfið í Heiðarskóla alfarið fram undir berum himni. Skólabílarnir óku að þessu sinni nemendum í Krossland í Hvalfjarðarsveit þar sem boðið var upp á morgunverð. Eftir morgunverð hófu nemendur og starfsmenn fjöruhreinsun á Innnesinu. Töluvert mikið magn af rusli fannst og það var tínt saman og skilið eftir í þremur hrúgum. Landeigandi ætlar síðan að vera okkur innan handar við að koma ruslinu á móttökustöð og Hvalfjarðarsveit sér um að greiða kostnað varðandi það. Heiðarskóli þakkar bæði landeiganda og Hvalfjarðarsveit fyrir samstarfið í þessu mikilvæga verkefni. Eftir fjöruhreinsun fór hópurinn í Miðgarð og fékk grillaða hamborgara fyrir heimkeyrslu. Nemendur stóðu sig ótrúlega vel í hreinsuninni og göngunni þrátt fyrir smá vætu af og til. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur á miðstigi við eina ruslahrúguna.