Dans og skúffukaka

Í dag var mikið fjör í Heiðarskóla þegar um 90 nemendur og starfsmenn tóku þátt í alheimsviðburðinum "Milljarður rís" en þá kemur fólk saman og dansar gegn kynbundnu ofbeldi. Í fyrra tóku um 3000 manns á Íslandi þátt í viðburðinum og talið er að einn milljarður manna hafi dansað í 207 löndum. 

Í desember fór fram matarleifavigtun í skólanum og markmiðið var m.a. að krakkarnir færu vel með matvæli og lærðu í leiðinni að ef það er gert eigum við eftir meiri peninga til að gera eitthvað annað eins og t.d. að baka skúffuköku fyrir alla nemendur skólans. Skúffukaka var einmitt í boði eftir hádegismatinn enda stóðu krakkarnir sig mjög vel í verkefninu. Komnar nokkrar myndir inn á myndasafnið.