Danssýning

Undanfarnar vikur hafa nemendur Heiðarskóla verið í danstímum hjá Jóhönnu Árnadóttur danskennara. Danskennslan hefur gengið glimrandi vel og Jóhanna var mjög ánægð með hvað nemendur stóðu sig vel. Danskennslunni lauk svo í gær með danssýningu þar sem nemendur í 1. - 7. bekk sýndu listir sínar. Fjöldi gesta mætti í hús og fylgdist með. Við þökkum öllum sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir komuna.