Eitt líf - uppfræðsla

Minningarsjóður Einars Darra - Eitt líf - hélt fræðsluerindi fyrir starfsfólk Hvalfjarðarsveitar og foreldra barna í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar í gær. Erindið var fræðandi, lausnamiðað og vandað og tók m.a. á breyttu viðhorfi  sem virðist vera meðal ungs fólks gagnvart notkun lyfseðilskyldra lyfja. Við færum Minningarsjóðnum innilegar þakkir fyrir - mjög þörf umræða. Á þriðjudaginn í næstu viku verður sami hópur með fræðslu fyrir nemendur okkar í 7. - 10. bekk kl. 9:30. Það skal tekið fram að fræðslan fyrir nemendur er ekki sú sama og fyrir starfsfólk og foreldra. Sú fræðsla verður valdeflandi og hvetur börn til að skoða eigin tilfinningar, líðan og leita hjálpar ef eitthvað bjátar á - það eru til farsælar lausnir ef upp kemur vanlíðan.