- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Sú hefð hefur skapast að nemendur okkar í 3. bekk fara í heimsókn á Slökkvistöðina á Akranesi og fá þar fræðslu um brunavarnir í tengslum við svokallaða eldvarnarviku í desember ár hvert. Engin breyting var þar á þetta árið. Krakkarnir fengu fína fræðslu um brunavarnir og fengu svo að leika sér á langmest spennandi leiksvæði sem hægt er að finna. Þeir fengu líka bæklinga, eldvarnargetraun og fleira með heim.