Elsti árgangur Skýjaborgar í Heiðarskóla

Í dag mætti Snákahópur í Heiðarskóla í fyrsta skipti á skólaárinu. Í Snákahópi er 6 börn úr elsta árgangi Skýjaborgar. Börnin fóru í þrautabraut í íþróttahúsinu, skoðuðu Heiðarskóla, hittu vini og systkini og fengu að leika inni og úti. Snákahópur mætir næstu miðvikudaga í Heiðarskóla og er þetta partur af skólaaðlögun hópsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá börnin kíkja inn í ísskáp í mötuneyti skólans.