- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Heiðarskóli er þátttakandi í verkefni með nokkrum skólum á Íslandi og frá Kanada - yfirskrift verkefnisins er, "Hvernig er góður skóli fyrir alla? Þessa dagana eru nemendur og starfsmenn frá Kanada í heimsókn á Íslandi. Í gær hittist hópurinn á ráðstefnu á Grand hótel og þar á meðal 11 nemendur frá Heiðarskóla. M.a annars ræddu nemendur spurninguna "Hvað gerir skóla að góðum skóla fyrir alla nemendur? Á meðfylgjandi mynd má sjá niðurstöður krakkana og það má með sanni segja að sýn barnanna á góðan skóla fyrir alla er að okkar mati mjög skynsamleg. Eftir ráðstefnuna komu fjórir nemendur og fimm starfsmenn frá Kanada í Hvalfjarðarsveit þar sem þeir verða með okkur út vikuna.