- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendum skólans barst rausnarleg gjöf frá Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Félagið hafði samband og tilkynnti okkur að við mættum velja gjöf að andvirði 200.000 kr. þar sem ekki hefði verið hægt að halda vorhátíð s.l. vor. Við val á kaupum var haft samráð við Nemendaráð skólans. Niðurstaðan varð sú að kaupa TEQBALL borð sem er nýtt á markaði. Borðið er útileikfang þar sem hægt er að spila "borðtennis" með fótbolta, borðtenniskúlu og tennisbolta. Auk þess voru keypt nokkur spil. Við færum Foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir. Við viljum einnig hrósa félaginu fyrir að finna leiðir til að gleðja nemendur skólans á tímum farsóttar þar sem margir viðburðir og samverustundir hafa fallið niður. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa úr nemendaráði með gjafirnar góðu.