Fjallaverkefni í 1. - 4. bekk

Krakkarnir í 1. - 4. bekk hafa undanfarnar vikur verið að læra um fjöllin. Í upphafi var hópurinn ýmist allur saman eða í þrískiptingu, þá var verið að skoða fjöllin í kringum skólann, skoða og ræða orð sem tengjast fjöllum, hvernig fjöllin verða til og hvað einkennir þau. Í lokin unnu börnin hópverkefni í aldursblönduðum hópum. Hver og einn hópur vann verkefni um ákveðið fjall. Í dag kynntu hóparnir vinnu sína. Eftirfarandi fjöll voru kynnt á skemmtilegan hátt: Akrafjall, Skjaldbreiður, Herðubreið, Hornbjarg, Dyrfjöll, Skarðsheiði, Snæflellsjökull, Botnssúlur og Esja. Ýmislegt áhugavert kom fram t.d. nafn fjallsins, lýsing, staðsetning, þjóðlegur fróðleikur um fjallið og myndskreytingar.  Börnin virtust ánægð með vinnu sína og stóðu sig vel fyrir framan hóp af áhorfendum og hlustendum. Í myndaalbúm eru komnar myndir.