Fjölgreindaleikar í Heiðarskóla

Í gær og í dag voru skemmtilegir fjölgreindaleikar þar sem börnin unnu fjölbreytt verkefni í stöðvavinnu í aldursblönduðum hópum. Markmið leikanna var að efla okkur í samvinnu, fá tækifæri til að kynnast innbyrðis ásamt því að finna styrkleika okkar í tengslum við fjölgreindakenningu Howards Gardner - Allir eru góðir í einhverju og allir eiga að fá tækifæri til að hlúa að styrkleikum sínum. Í hádeginu borðuðu hóparnir saman og fengu eftirrétt fyrir það sem vel var gert á hverri stöð. Elstu nemendur skólans voru hópstjórar og sáu um að gefa þeim yngri að borða.