- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í síðustu viku var fjölmenningarþema í Heiðarskóla þar sem unnið var með menningu 9 landa sem öll tengjast nemendum skólans á einhvern hátt. Nemendur unnu part úr degi í aldursblönduðum hópum og markmið verkefnisins voru m.a. að stuðla að gagnkvæmri virðingu og skilningi, varpa ljósi á fjölbreytta menningarheima og síðast en ekki síst að læra um það hvað við mannfólkið erum öll lík þrátt fyrir ólíkan bakgrunn.
Við þökkum öllum foreldrum sem lögðu okkur lið með muni og þjóðlega rétti kærlega fyrir að að aðstoða okkur í fjölmenningarþemanu. Jafnframt þökkum við öllum sem höfðu tök á að kíkja á okkur á opið hús á föstudaginn og skoða sýningu fjölmenningar kærlega fyrir komuna. Að okkar mati var þetta viðburðarrík og árangursrík vika þar sem samskipti nemenda voru til fyrirmyndar í alls kyns uppbroti.