- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í gær kom í skólann fyrirlesari sem ræddi við alla nemendur um góð samskipti og fordóma. Fræðsluna annaðist Jasmina Vajzovic Crnac sem er fædd og uppalin í Bosníu og Hersegóvínu. Hún sagði frá eigin reynslu sem flóttamaður, komuna til Íslands, fjallaði um einkenni fordóma og hvernig skilningur og góð samskipti eru lykilatriði í að uppræta, fordóma og hvers kyns mismunun í samfélaginu. Fræðsluna byggir hún á samræðum sem eru aðlagaðar að aldri og þroska nemenda. Jasmina hafði orð á því að það hefði verið mjög gott að koma í Heiðarskóla og nemendur skólans verið kurteisir, áhugasamir og hlustað af athygli.