Fræðsluerindi í Heiðarskóla

Fimmtudaginn 24. nóvember n.k. verður Sigga Dögg kynfræðingur með fræðslu fyrir nemendur á miðstigi og unglingastigi á skólatíma. Kl. 16:30 flytur Sigga Dögg fræðsluerindi fyrir fullorðna. Allir hjartanlega velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta.