Framúrskarandi störf kennara á Vesturlandi

Örn Arnarson kennari við Heiðarskóla fékk í vikunni viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf sem kennari.  Viðurkenningin er afrakstur kynningarátaksins "Hafðu áhrif"sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir. Fjölmargar tilnefningar fólks og fyrrverandi nemenda urðu til þess að Örn Arnarson var meðal fimm kennara sem hlutu þessa eftirsóknarverðu viðurkenningu. Við, samstarfsfólk Arnar, erum að springa úr stolti og samgleðjumst með honum innilega yfir þessum árangri. Þessi viðurkenning er honum til mikils sóma og því starfi sem hann hefur staðið fyrir í Heiðarskóla undanfarin 15 ár.

 

Samstarfsfólk úr Heiðarskóla