Fullveldishátíð 2016

Fullveldishátíð Heiðarskóla var haldin í gær. Við erum þakklát fyrir þann fjölda sem mætti á sýninguna og sýndi þannig börnunum áhuga og virðingu. Allir gerðu sitt besta og það var mál manna að sýningin hefði tekist vel hjá krökkunum. Börnin í Skýjaborg og Heiðarskóla voru líka ánægð með sýninguna. Veitingarnar góðar og skemmtilegt spjall manna á milli. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá sýningunni. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.