Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn þar sem nemendur mættu með skólabílum í skólann kl. 8:10 var þriðjudaginn 25. ágúst. Skólahald fór vel af stað enda starfsfólk búið að vinna á fullu við að undirbúa komu barnanna. Nemendur hittu umsjónarkennara í heimastofum og farið var yfir ýmis praktísk mál í upphafi dags. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 1. bekk spjalla við umsjónarkennarann sinn. Ekki annað að sjá en allir séu tilbúnir í skólagönguna.